Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Þytur heldur námskeið fyrir byrjendur á Kjölbát.

Þytur heldur námskeið fyrir byrjendur á Kjölbát.   Námskeiðið er 4 kvöld,  þriðjudag 29. maí, miðvikudag 30.maí, þriðjudag 5. júní og miðvikudag 6. júní.  Ef ekki viðrar  til siglinga þessa daga verða fundnir aðrir dagar til að sigla í samráði við nemendur. Farið verður yfir efnið í bókinni Byrjað að sigla sem SÍL gaf út … Read more

Þytur óskar eftir að ráða Þjálfara

Siglingaklúbburinn Þytur leitar þessa dagana af þjálfara til að sjá um þjálfun kænusiglinga hjá klúbbnum í sumar. Æfingar eru fyrirhugaðar eftir kl 17:00 á virkum dögum t.d  mið og fös, með möguleika á auka æfingum á laugardögum allt eftir samkomulagi við þjálfara.

Umsóknir og spurningar óskast sendar á sailing@sailing.is

Stjórn Siglingaklúbbsins Þyts

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Þyts var haldinn í gær mánudaginn 12.febrúar 2018. Jón Pétur Friðriksson formaður SÍL sá um fundarstjórn. Skýrla stjórnar var kynnt ásamt reikningum. Ný og endurbætt lög félagsins voru samþykkt, en Ragnar Hilmarsson og Egill Kolbeinsson hafa unnið að endurbótum á lögunum á síðustu mánuðum og eru þeim þakkir færðar fyrir sína vinnu. Nýju lögin munu … Read more

Aðalfundarboð – 12. febrúar 2018

Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts árið 2018 verður haldinn mánudaginn 12. febrúar kl 20:00 í félagsheimili klúbbsins við Strandgötu 88. 

Dagskrá aðalfundar

1.Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.Fluttar skýrslur stjórnar og gjaldkera.

3.Lagabreytingar. (Laganefnd Þyts hefur lokið við tillögu að breytingu á lögum félagsins sem kosið verður um, tillöguna má finna hér, eldri gildandi lög má finna á heimasíðu félagsins hér.)

4.Árgjald ákveðið

5.Kosinn formaður

6.Kosnir þrír meðstjórnendur

7.Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara.

8.Kosnir fulltrúar á þing ÍBH og SÍL

9.Kosin mótanefnd

10. Önnur mál

Stjórn Þyts

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL – 9.desember 2017

Uppskeruhátíð Siglingasamband Íslands (SÍL) verður haldin í hádeginu laugardaginn 9. desember á Café Easy – Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Boðið verður upp á jólahlaðborð á 2500 kr. Verðlaun verða veitt þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Kjörið tækifæri fyrir siglinga- og kayakfólk til að hittast og eiga notalega stund. SÍL hvetur fólk til að koma með … Read more

Kranadagurinn – Laugardaginn 14.október 2017

Kæru félagar,

Við minnum eigendur kjölbáta sem ætla að hafa vetrarsetu við aðstöðu Þyts þennan veturinn að hífingardagurinn er á Laugardaginn næstkomandi kl 18:00. Þeir sem ekki hafa látið vita eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem allra fyrst á sailing@sailing.is