Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Aðalfundarboð – 12. febrúar 2018

Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts árið 2018 verður haldinn mánudaginn 12. febrúar kl 20:00 í félagsheimili klúbbsins við Strandgötu 88. 

Dagskrá aðalfundar

1.Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.Fluttar skýrslur stjórnar og gjaldkera.

3.Lagabreytingar. (Laganefnd Þyts hefur lokið við tillögu að breytingu á lögum félagsins sem kosið verður um, tillöguna má finna hér, eldri gildandi lög má finna á heimasíðu félagsins hér.)

4.Árgjald ákveðið

5.Kosinn formaður

6.Kosnir þrír meðstjórnendur

7.Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara.

8.Kosnir fulltrúar á þing ÍBH og SÍL

9.Kosin mótanefnd

10. Önnur mál

Stjórn Þyts