Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Bátafloti

2 Secret 26 kjölbátar

Secret 26 er bátur sem hannaður var af breska bátahönnuðinum David Thomas í samtarfi við Íslendingana Rúnar Steinsen, Pál Hreinsson og Ólaf Bjarnason og var fyrsti báturinn sjósettur árið 1987. Bátarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda í kennslu sem og keppnum á kjölbátum hér á landi. Báturinn er 26fet (8m) og hefur hlutfallslega mikinn seglaflöt.

Kjölbátar Secret 26

15 Optimist kænur

Optimist er eins manns kæna hugsuð fyrir börn upp að 15 ára aldri. Optimist er ein af vinsælustu kænunum í dag og eru yfir 150 þúsund bátar skráðir í heiminum, en báturinn var hannaður árið 1947. 

Upphaflega var báturinn smíðaður úr krossvið en í dag er algengast að báturinn sé smíðaður úr trefjarplasti. 

Báturinn er 2,3m að lengd og vegur um 35kg og er með fellikjöl og eitt segl.

Optimist – Kænur

8 Laser kænur

Laser er líkt og Optimist ein af vinsælustu kænunum í dag með yfir 200 þúsund báta skráða í heiminum. Laser er hugsaður sem framhaldsbátur frá Optimist þegar 15 ára aldri er náð og sömuleiðis fyrir eldri siglara sem vilja sigla á kænum. 

Báturinn er 4.23m að lengd og vegur um 58kg og er með fellikjöl og eitt segl. 

Hægt er að velja um þrjár mismunandi segla stærðir fyrir Laser, þ.e Standard (7,06 fm2), Radial (5,76 fm2) og 4.7 (4,7 fm2).

7 Topper Topaz kænur

Optimist er eins manns kæna hugsuð fyrir börn upp að 15 ára aldri. Optimist er ein af vinsælustu kænunum í dag og eru yfir 150 þúsund bátar skráðir í heiminum, en báturinn var hannaður árið 1947. 

Upphaflega var báturinn smíðaður úr krossvið en í dag er algengast að báturinn sé smíðaður úr trefjarplasti. 

Báturinn er 2,3m að lengd og vegur um 35kg og er með fellikjöl og eitt segl.

Topper Topaz kænur

2 Wayfarer kænur

Wayfarer er ein af eldri kænum Þyts og hefur verið í starfinu í fjöldamörg ár.

 Báturinn er tilvalinn fyrir fjölskyldur sem vilja sigla saman enda er báturinn tiltölulega auðveldur í notkun og vel rúmgóður. Hægt er að hafa 3 segl á bátnum allt eftir getu einstaklinga. 

Báturinn er 4.83m að lengd og vegur um 169kg.

Wayfarer kænur
Kayakar

15 kayakar

Árabátar

Tehri árabátar

2 stórir og 2 litlir

öryggisbátar

3 öryggisbátar