Aðalfundur 2018

Aðalfundur Þyts var haldinn í gær mánudaginn 12.febrúar 2018. Jón Pétur Friðriksson formaður SÍL sá um fundarstjórn.

Skýrla stjórnar var kynnt ásamt reikningum. Ný og endurbætt lög félagsins voru samþykkt, en Ragnar Hilmarsson og Egill Kolbeinsson hafa unnið að endurbótum á lögunum á síðustu mánuðum og eru þeim þakkir færðar fyrir sína vinnu. Nýju lögin munu vera birt hér á síðunni innan skamms.

Tekin var ákvörðun um að hætta með fjölskylduaðild undir félagsgjaldi þar sem það hefur flækt framkvæmd mjög á rukkunum og skráningu félaga. Félagsgjaldið fyrir árið 2018 mun vera 7500kr fyrir 18 ára og eldri en 5000kr fyrir yngri en 18 ára.

Gunnar Geir Halldórsson var kjörinn forðmaður ásamt því að kjörnir voru 2 aðalmenn og 2 varamenn í stjórn samkvæmt nýju lögunum. Stjórnin verður skipuð sem hér segir:

Formaður:

Gunnar Geir Halldórsson

 

Aðalmenn:

Árni Þór Hilmarsson

Árni Geir Þórmarson

Sindri Þór Hannesson

Gunnar Freyr Gunnarsson

 

Varamenn:

Hörður Páll Guðmundsson

Karítas Guðmundsdóttir