Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Úrslit Íslandsmót kjölbáta 2018

Þytur hélt Íslandsmót kjölbáta dagana 15-18. ágúst, og mættu 6 bátar til leiks.

Sigldar voru 6 umferðir og lauk keppni síðastliðinn laugardag. Fyrirkomulagið er þannig að keppendur fá jafn mörg refsistig og sæti þeirra í hverri umferð. Ef keppandi líkur ekki umferðinni, þá fær hann 7 refsistig. Sá vinnur mótið sem er með fæst refsistig. Ef sigldar eru 5 umferðir má henda einni umferð. Sigurvegari var Ísmolinn frá Þyt með 7 refsistig. Í öðru sæti var Íris frá Brokey með 9 refsistig og í þriðja sæti Dögun frá Brokey með 11 refsistig. Heildar úrslit má sjá hér að neðan.