Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Lög Þyts

Lög Siglingaklúbbsins Þyts

  1. Nafn og starfsemi.

1.1.           Félagið heitir Siglingaklúbburinn Þytur.

1.2.           Heimili og varnarþing er í Hafnarfirði.

1.3.           Siglingaklúbburinn Þytur er aðili að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar (ÍBH) og starfar samkvæmt lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og samkvæmt gildandi íþróttalögum hverju sinni.

 

1.4.         Tilgangur og markmið.

1.4.1.      Meginmarkmið félagsins er iðkun siglinga, efla siglingar sem keppnisíþrótt og stuðla að aukinni uppbyggingu. Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar, samanber lög ÍSÍ, er hlutverk félagsins að skapa aðstöðu fyrir alla þá sem áhuga hafa á sjó og vatnaíþróttum og standa fyrir öflugu barna-og unglingastarfi í siglingum.

 

1.5.         Skyldur félagsmanna.

1.5.1.       Allir félagar eru með aðild sinni að Siglingaklúbbnum Þyt skuldbundnir að fara í einu og öllu eftir reglum og lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

1.5.2.       Félagar skulu veita öðrum félögum þá aðstoð, sem er á valdi þeirra.

1.5.3.       Félaga er skylt að ganga frá greiðslu fyrir lok reikningsárs á árgjaldi, siglingagjöldum og öðrum þeim gjöldum sem stjórn og eða aðalfundur leggur á vegna afnota af aðstöðu félagsins.

1.5.4.       Félagið er opið öllum. Stjórn skal staðfesta umsóknir. Ákvörðun stjórnar má kæra til aðalfundar.

 

  1. Skipulag félagsins.

2.1.           Málefnum félagsins er stjórnað af :

2.1.1.          Aðalfundi.

2.1.2.          Stjórn félagsins.

2.1.3.          Forstöðumönnum sérdeilda.

2.1.4.          Framkvæmdastjóra

2.2.           Reikningsár félagsins er almanaksárið.

2.3.           Stjórn félagsins skipa fimm menn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.

2.4.           Formaður er kosinn sér til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára þó þannig að aðeins skal kosið um tvo ár hvert. Árlega skal kjósa tvo í varastjórn.

2.5.           Árlega skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara.

2.6.           Það skal vera aðskilnaður milli starfsemi yngri deilda og eldri félaga í uppgjöri á rekstri félagsins.

 

  1. Starfssvið stjórnar.

3.1.          Að stjórna málefnum félagsins milli aðalfunda.

3.2.          Formaður boðar fundi og stjórnar þeim.

3.3.          Stjórnarfund skal halda ef tveir stjórnarmenn óska þess.

3.4.          Stjórn skipar þjálfara, leiðbeinendur og umsjónarmenn og setur þeim starfsreglur.

3.5.          Stjórn skipar forstöðumenn sérdeilda svo sem kænudeildar, kjölbátadeildar og annarra deilda sem eru starfandi.

3.6.          Stjórn félagsins er heimilt að skipa framkvæmdanefndir um ákveðin verkefni.

3.7.          Stjórn félagsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra.

3.8.          Stjórn félagsins skal setja reglur um öryggi og lámarks kunnáttu félagsmanna til að gegna ákveðnum verkum.

3.9.          Stjórn boðar til almennra funda þegar ástæða er til. Stjórn félagsins er skylt að boða til félagsfundar ef 10 eða fleiri félagar krefjast þess og tilgreina fundarefni.

 

  1. Aðalfundur.

4.1.          Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

4.2.          Allir félagar hafa rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt. Þeir einir sem eru skuldlausir við félagið um síðustu áramót og  eru sjálfráða hafa atkvæðisrétt. Gestir, sem stjórn hefur boðið, hafa rétt til fundarsetu og tillögurétt.

4.3.          Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. febrúar ár hvert og skal hann boðaður bréflega, með tölvupósti eða með auglýsingu og með minnst 14 daga fyrirvara.

4.4.          Málefni sem taka skal fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Málefni sem taka skal fyrir á aðalfundi skal kynna á heimasíðu félagsins viku fyrir aðalfund.

4.5.          Kosning skal vera leynileg ef að minnsta kosti einn fundarmaður óskar þess.

4.6.          Framboð til stjórnarsetu skulu liggja fyrir í upphafi aðalfundar.

 

4.7.       Dagskrá aðalfundar.

4.7.1.          Setning fundar.

4.7.2.          Kosning fundarstjóra og fundarritara.

4.7.3.          Skýrsla stjórnar.

4.7.4.          Reikningar lagðir fram áritaðir af skoðunarmönnum.

4.7.5.          Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.

4.7.6.          Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga.

4.7.7.          Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

4.7.8.          Lagabreytingar.

4.7.9.          Aðrar tillögur sem liggja fyrir fundinum.

4.7.10.        Kosning stjórnar samkvæmt grein 2.4.

4.7.11.        Félagsgjald skal ákveðið.

4.7.12.        Kosnir skoðunarmenn og einn til vara, samkvæmt grein 2.5.

4.7.13.        Kosnir fulltrúar á þing ÍBH og SÍL.

4.7.14.        Önnur mál.

4.7.15.        Fundarslit.

 

  1. Lagabreytingar.

5.1.  Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi og þarf til þess 2/3 atkvæða atkvæðisbærra fundarmanna.

 

  1.     Kaup og sala á fasteignum þarf samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra manna á aðalfundi.

 

  1.     Til að slíta félaginu þarf samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra manna á aðalfundi.

 

  1.     Falli starfsemi félagsins niður, skulu allar eignir Þesss varðveitast hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar þar til fengist hafa nýjir aðilar til að endurvekja starfið.

 

  1.     Lög þessi eru samþykkt á aðalfundi Þyts 12. febrúar 2018 og öðlast þegar gildi.