Þytur heldur námskeið fyrir byrjendur á Kjölbát.

Þytur heldur námskeið fyrir byrjendur á Kjölbát.

 

Námskeiðið er 4 kvöld,  þriðjudag 29. maí, miðvikudag 30.maí, þriðjudag 5. júní og miðvikudag 6. júní.  Ef ekki viðrar  til siglinga þessa daga verða fundnir aðrir dagar til að sigla í samráði við nemendur. Farið verður yfir efnið í bókinni Byrjað að sigla sem SÍL gaf út ásamt helstu atriðum sem tekin eru fyrir í verklegu prófi í skipstjórn skemmtibáta samkvæmt lista frá Siglingastofnun (sjá hér)

í lok námskeiðs eiga nemendur að kunna skil á helstu handtökum við að stjórna skútu.

Kennari verður Ragnar Hilmarsson sem hefur yfir 20 ára reynslu af skútusiglingum.

Verð 35.000 kr.  Kennt verður á Secret 26.  Að námskeiði loknu er hægt að fá skútuna lánaða til að taka verklegt próf fyrir skemmtibátaskírteini, fyrir þá sem þess óska. Hámarksfjöldi er 5 nemendur, lágmark 3.

Því miður er námskeiðið orðið fullt en hægt er að skrá sig á biðlista og verður haft samband ef eitthvað pláss losnar eða haldið verður annað námskeið.

Skráning á biðlistann er á namskeid@sailing.is. (Vinsamlegast hafið eftirfarandi upplýsingar með skráningu).

Nafn:

Kennitala:

Heimilisfang:

Vefpóstur:

Sími: