Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Þytur óskar eftir að ráða þjálfar.

Siglingaklúbburinn Þytur leitar þessa dagana af þjálfara til að sjá um þjálfun kænusiglinga hjá klúbbnum í vetur og sumar. Æfingar eru fyrirhugaðar eftir kl 17:00 á virkum dögum t.d  mið og fös, með möguleika á auka æfingum á laugardögum allt eftir samkomulagi við þjálfara.

Umsóknir og spurningar óskast sendar á sailing@sailing.is

Stjórn Siglingaklúbbsins Þyts

Aðalfundarboð – 12. febrúar 2018

Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts árið 2018 verður haldinn mánudaginn 12. febrúar kl 20:00 í félagsheimili klúbbsins við Strandgötu 88. 

Dagskrá aðalfundar

1.Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.Fluttar skýrslur stjórnar og gjaldkera.

3.Lagabreytingar. (Laganefnd Þyts hefur lokið við tillögu að breytingu á lögum félagsins sem kosið verður um, tillöguna má finna hér, eldri gildandi lög má finna á heimasíðu félagsins hér.)

4.Árgjald ákveðið

5.Kosinn formaður

6.Kosnir þrír meðstjórnendur

7.Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara.

8.Kosnir fulltrúar á þing ÍBH og SÍL

9.Kosin mótanefnd

10. Önnur mál

Stjórn Þyts

Kranadagurinn – Laugardaginn 14.október 2017

Kæru félagar,

Við minnum eigendur kjölbáta sem ætla að hafa vetrarsetu við aðstöðu Þyts þennan veturinn að hífingardagurinn er á Laugardaginn næstkomandi kl 18:00. Þeir sem ekki hafa látið vita eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem allra fyrst á sailing@sailing.is