Lyklabreytingar að húsnæði

Kæru félagar

Við vorum í þessu að setja upp nýtt lyklakerfi á útidyrahurðina hjá okkur og eru því gömlu lyklarnir orðnir óvirkir.

Þeir félagar (18 ára og eldri) sem hafa greitt félagsgjöldin og vilja fá aðgangskort endilega sendið mér tölvupóst á sindrihannes@gmail.com þar sem kemur fram nafn, kennitala, símanúmer og lykilorð sem nota þarf með kortinu (4 tölustafir á lengd) og ég bý til kort handa ykkur.
Þið fáið tölvupóst til baka um staðfestingu á að kortið sé tilbúið til afhendingar.

Ég verð á svæðinu á eftirfarandi tímum og dögum. Hægt er að sækja um kort og fá þau á þeim tímum. ATH. Breyttar tímasetningar
kl. 9-11 alla virka daga frá 1. mars til 5. mars
Laugardaginn 3. mars frá 9-11:30
Og sunnudaginn 4. mars frá 10-14:30

Ef þið komist ekki að sækja kortin á þessum tímum, endilega heyrið í mér og við finnum tíma sem hentar báðum aðilum.

Búið er að opna fyrir félagaskráningu inná heimasíðunni hjá okkur og svo koma greiðsluseðlar í heimabankann mjög fljótlega til þeirra sem greiddu í fyrra.

 

Sindri Þór