Ágæti félagi
Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts verður haldinn í aðstöðu félagsins Strandgötu 88. Ef fleiri en 50 boða komu sína á fundinn verður fundurinn færður í stærri sal eða fundurinn verði haldinn með rafrænum hætti á Zoom ef ekki verður hægt að halda fund í aðstöðu félagsins vegna sóttvarnaráðstafana.
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 13. febrúar klukkan 14:00.
Félagsmenn sem vilja taka þátt á fundinum sendi tölvupóst á sailing@sailing.is og staðfesti þátttöku sína. Daginn fyrir fundinn verður tilkynnt með tölvupósti hvort fundurinn verði rafrænn eða hvort hann verður haldinn í öðrum sal en sal félagsins. Ef nauðsyn reynist að halda rafrænan fund þá verður slóð send til viðkomandi sé hann sannarlega félagsmaður.
Þar sem hverju fjölskyldugjaldi fylgir atkvæðisréttur á aðalfundinn þarf að tilkynna hver úr viðkomandi fjölskyldu fer með atkvæðisréttinn. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa ekki atkvæðisrétt en hafa bæði málfrelsi og tillögurétt. Athugið að eingöngu þeir félagsmenn sem skuldlausir voru um síðustu áramót hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Vinsamlegast sendið upplýsingar um handhafa atkvæðisréttar í þinni fjölskyldu á netfangið sailing@sailing.is samhliða skráningu á fundinn.
Við biðjum félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í starfi félagsins.
Dagskrá aðalfundar
- Setning fundar.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar lagðir fram áritaðir af skoðunarmönnum.
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga.
- Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Lagabreytingar.
- Aðrar tillögur sem liggja fyrir fundinum.
- Kosning stjórnar samkvæmt grein 2.4.
- Félagsgjald skal ákveðið.
- Kosnir skoðunarmenn og einn til vara, samkvæmt grein 2.5.
- Kosnir fulltrúar á þing SÍL.
- Önnur mál.
- Fundarslit.