Opnunarmót Kjölbáta 20.maí 2017 – Tilkynning um keppni

Opnunarmót Kjölbáta 2017

20. Maí

Siglingaklúbburinn Þytur – Hafnarfjörður

TILKYNNING UM KEPPNI

1 REGLUR

Keppt verður samkvæmt reglum sem tilgreindar eru í Alþjóða kappsiglingareglum, kappsiglingafyrirmælum SÍL og kappsiglingafyrirmælum mótsins.

2 AUGLÝSINGAR

2.1 Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt ISAF reglugerð 20 um auglýsingar.

2.2 Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa sýna á bátum eða búnaði.

3 HLUTGENGI OG ÞÁTTTAKA

3.1 Mótið er opið öllum bátum hvers áhöfn er fullgildur félagi í siglingafélögum skv móta og keppnisreglum SÍL.

3.2 Tilkynningu um þátttöku skal senda ásamt skráningargjaldi til Siglingaklúbbsins Þyts með tölvupósti á netfangið namskeid@sailing.is fyrir 16. Maí kl. 20:00. Taka skal fram nafn báts, nöfn, kennitölur og félög skipstjóra og áhafnar, símanúmer skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir. Taka skal fram þann fjölda keppenda sem verðum um borð

Ef rangt reynist þá telst það brot á 2. Reglu RRS

3.3 Skráning að fresti liðnum verður heimiluð að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: skráningargjald hækkar um 2000kr.

4 ÞÁTTTÖKUGJALD

Þátttökugjald er 6.000 kr per bát.

Gjaldið hækkar í 8000 kr. Per bát ef skráning berst eftir kl. 20:00 þann 16. maí.

Gjald greiðist inná reikning: 545-26-987 Kt: 680978-0189

Senda skal staðfestingu greiðslu á namskeid@sailing.ismeð nafn Báts og seglanúmer í skýringu.

5 TÍMAÁÆTLUN

Skráningu skal lokið fyrir kl. 20 þann 16. Maí.

6 KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI

Kappsiglingafyrirmæli verða aðgengileg á heimasíðu Þyts 17. Maí.

7 KEPPNISSVÆÐI

Faxaflói

8 BRAUTIRNAR

Brautum verður nánar lýst í kappsiglingafyrirmælum

9 STIGAGJÖF

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingafyrirmælum.

10 VERÐLAUN

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.

11 Köfunarbúnaður og plastlaugar.

Ekki skal nota öndunarbúnað til notkunar neðansjávar og plastlaugar eða samsvarandi búnað við kjölbáta frá því undirbúningsmerki fyrir keppni er gefið og þar til keppni lýkur.

12 Fjarskipti

Báta skulu ekki hafa samskipti með talstöð sem ekki er aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma og faxtæki.

13 TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, Ákvörðun um að keppa. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda eða líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við, fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur.

14 Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu.

15 FREKARI UPPLÝSINGAR

Frekari upplýsingar fást hjá Siglingaklúbbnum Þyt með tölvupósti á namskeid@sailing.is.