Siglingaklúbburinn Þytur - Strandgötu 88 220 Hafnarfirði

Tækifæri í takt við tíðaranda

Siglingarklúbburinn færist nær miðbænum og aukast þá möguleika þeirra til að stækka og dafna. Á því svæði er einnig lagt til að setja opna heita potta og skapa þannig möguleika á að nýta svæðið til frekari tækifæra í takt við núverandi tíðaranda þ.e. sjósund eða böð. Mikil áhersla er lögð á að tengja vel miðbæinn við höfnina með gróðri, bekkjum, göngustígum og möguleikum á veitinga- og kaffihúsum sem taka á móti gestum og gangandi. Væntingar eru til að á svæðinu dafni matarmarkaður og skapandi starfsemi í bland við iðandi mannlíf og íbúa. Hafnfirsku trillurnar eiga enn sinn stað og verður bryggjum fyrr smábáta fjölgað í átt að miðbænum sem enn frekar dregur upp það mannlíf og þau sérkenni sem einkennir sögu Hafnarfjarðar.