Siglinganámskeið 10-16 ára

Siglingaklúbburinn Þytur býður upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2014 og fyrr. Markmiðið er að gefa ungmennum tækifæri til að kynnast sjónum og hvernig við umgöngumst hann á öruggan hátt. Markmiðið er einnig að kynna íþróttina siglingar fyrir þátttakendum.

Þátttakendum er kennt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum á sjó, siglinga á kayak og seglbátum, fylgja öryggis- og siglingareglum og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiðs gerum við okkur dagamun, hoppum i sjóinn, buslum og endum á grillveislu.

Hvert námskeið er ein vika hálfan daginn frá kl. 9:00 – 12:00 eða frá kl. 13:00 – 16:00. Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn.

Námskeiðsgjaldið er 14.500kr nema vikuna 18. til 21. júní 11.600kr

Smellið hér til að fara á skráningarsíðu í Sportabler

Búnaður: Ætlast er til að Þátttakendur komi klæddir eftir veðri. Ekki er mælt með stígvélum heldur frekar gömlum strigaskóm meðan á námskeiði stendur. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis auka föt, auka skó ásamt góðu handklæði og plastpoka utan um blaut föt. Að sjálfsögðu fá allir björgunarvesti til afnota á námskeiðunum enda algjört skilyrði að klæðast þeim þegar haldið er út á sjó.

Blautgalli er ekki nauðsynlegur en mjög hentugur. Hægt er að fá góða blautgalla, blautskó og hanska sem henta kænusiglingum hjá GG Sport (ggsport.is). Notuð siglingaföt er oft hægt að finna á facebook-hópnum “Notaður siglingabúnaður”

ATHUGIÐ!

Munið að merkja öll föt með nafni og síma eigenda sinna þar sem mikið hefur verið um að föt gleymist.

Nesti: Mælst er til þess að þátttakendur komi með nesti fyrir hvern dag. Í lok hvers námskeiðis verða grillaðar pulsur í boði Þyts.