Laust til umsóknar

Ertu að leita að gefandi, spennandi og skemmtilegu starfi ?  Við hjá siglingaklúbbnum Þyt leitum af kennaranema eða öðrum áhugasömum fyrir æfingahóp barna og unglinga í siglingum.  

Siglingaklúbburinn Þytur vill ráða kennaranema eða aðra áhugasama til starfa. Um er að ræða kennslu og viðveru á sjó og landi með umsjá með æfingahópi félagsins. Yfir vetrartímann eru æfingar þrisvar sinnum í viku en fullt starf að sumri.  

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á mannlegum samskiptum, geta sýnt sjálfstæða vinnubrögð, vera jákvæð/ur og með ríka þjónustulund. Reynsla í siglingum er kostur.

Starfinu geta fylgt ferðalög innanlands á mót og æfinga búðir.

Nánari upplýsingar veitir: Gunnar Geir formaður Þyts í síma 897-0156 eða á sailing@sailing.is

Hér