Æfingahópur 10 ára og eldri
Æfingahópurinn eru hugsaður fyrir þá krakka sem komið hafa á siglinganámskeið og vilja auka kunnáttuna enn frekar og stunda siglingar sem keppnisíþrótt undir handleiðslu þjálfara.
Til að stunda æfingar á kænur þarf að greiða fjölskyldugjald og æfingagjald samkvæmt verðskrá félagsins hér á heimasíðunni. (Félagsgjald er innifalið fyrir þá sem hafa verið á sumarnámskeiði hjá Þyt sama ár, og greiðist því einungis æfingargjald fyrir þá aðila)
Æfingar eru þrisvar í viku
- Mánudagar: 16:30 - 19:30
- Miðvikudagar: 16:30 - 19:30
- Föstudagar: 16:30 - 19:30
Siglingar á kjölbát
Félagar sem greitt hafa félagsgjaldi hafa heimild til að sigla á Kjölbátum félagsins. Ávalt skal vera minnst þrír í áhöfn þar af lágmark einn með Skemmtibátaskírteini eða hærra metið skírteini.
Þeir sem hafa áhuga á að fá markvissari þjálfun sem hæfur háseti á kjölbát eða sem stýrimaður á kjölbát, geta skráð sig á námskeiðið “Hæfur Háseti” á félagavef ÍBH eða á skrifstofu Þyts.
Námskeiðin eru haldin þegar næg þáttaka fæst.
Fyrir þá sem eru að undirbúa að taka skemmtibátapróf til að hafa réttindi til að sigla skútum þá er þetta góður undirbúningur. Menn hafa fengið að taka verklegt próf á bátum félagsins.
Verð fyrir námskeið er samkvæmt verðskrá hér á heimasíðu Þyts. Áhugasamir geta haft samband á sailing@sailing.is eða sent skilaboð á facebook síðu Þyts.
Opið hús / frjálsir tímar
Siglingaklúbburinn Þytur býður öllum 10 ára og eldri að iðka róður og siglingar á bátum Þyts sem og á eigin bátum sem umsjónarmaður samþykkir. Gæslubátur er þá mannaður og fullorðinn einstaklingur til staðar í landi til aðstoðar.
Til að mæta á Opið hús / frjálsa tíma þarf ekki að hafa greitt fjölskyldugjald fyrir árið samkvæmt verðskrá eða hafa verið þáttakandi á sumarnámskeiði sama ár.
- Fimmtudagar: 17:00 - 22:00 Secret 26 siglingar
- Fimmtudagar: 17:00 - 22:00 Kænur, árabátar, kajakar og SUP bretti
Opið hús er á fimmtudögum
Bátafloti
Skoðaðu bátaflota siglingaklúbbsins