Nýjungar í starfi Siglingaklúbbsins Þyts. Komdu með að sigla!
- Æfingar fyrir áhugasama 7-9 ára siglara hjá Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði
Siglingaklúbburinn Þytur býður nú í fyrsta skipti up á kennslu og æfingar fyrir áhugasama 7-9 ára siglara kl.10 á laugardögum í vetur. Fyrra tímabilið stendur yfir frá 9. September til 2.desember 2017 og það síðara frá 3. Febrúar til 28. Apríl 2018.
Hafa ber í huga að lengd hverrar inniæfingar miðast við 1 klst, en gera verður ráð fyrir allt að tveimur tímum þegar farið er út á sjó.
Á æfingum verður unnið með hugtökin; vinátta, samvinna, hjálpsemi, einbeiting, sjálfsaga, félagsþroska og verkhyggni í gegnum leiki, hreifingu, róður og siglingar. Samhliða verða innlögð mikilvæg þekkingaratriði er varða róður og kænusiglingar. Gert er ráð fyrir að kennsla og æfingar fari fram í félags- og íþróttaaðtöðu Þyts að Strandgötu 88 og úti á sjó á róðrabátum, kajökum, seglkænum og gæslubátum Þyts, þegar veður leyfir og hægt er að tryggja öryggi þátttakenda.
Stefnt er að því að fara eina tveggja tíma ferð á róðrabátum, wayfarer seglkænum og/eða gæslubátum Þyts á hvoru tímabili út með Álftanesi.
Innanhúsæfingar fara fram í félagsaðstöðu þyts og byrjar hver æfing með upphitun og stuttum Siglarafundi á Seglaloftinu (sal), þar sem tillaga að dagskrá æfingarinnar er rædd út frá veður aðstæðum hverju sinni.
Umsjónarmaður verður Pétur Th. Pétursson formaður Þyts. Krafa er um að foreldri sé félagi og taki þátt í starfinu eftir því sem tök eru á og njóti þannig samvista með barni sínu.
Klæðnaður.
Þáttakendur þurfa að hafa með sér innistrigaskó og galla til inniæfinga og útistrigaskó, ullarsokka, hlýan nærfatnað, aukaföt og vind og regnheldan fatnað til að vera tilbúinn að fara út á sjó þegar veður hentar. Gott er að hafa plastpoka til að setja blaut föt í eftir ferð út á sjó.
Skilyrði fyrir þátttöku, æfingargjald og réttur til afnota af bátum Þyts.
Til þess að skrá barn í æfingarnar þarf forráðamaður að gerast félagi fyrir fjölskylduna og greiða félagsgjald kr. 7500. Kennslu og æfingagjald fyrir hausttímabilið verður kr. 25000 fyrir barn, en Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir kennslu- og æfingargjaldið, þegar barn er skráð í gegnum mínar síður á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og forráðamaður velur að tileinka kennslu- og æfingastarfi barnsins hjá Þyt niðurgreiðslurnar.
Innifalið í félagsgjaldi forráðamanns er félagsaðild maka og barna 17 ára og yngri. Veitir það fjölskyldunni afnotarétt að bátum félagsins sem fjölskyldumeðlumur hefur kunnáttu (réttingindi) til að nota án endurgjalds og barninu aðgang að bátum sem það kann að meðhöndla, eftir laugardagstímana.
- Kennslu- og æfingatímar fyrir byrjendur á kænur 10 ára og eldri
Kennslu- og æfingatímar fyrir byrjendur á seglkænum 10 -16 ára verða á Laugardögum kl. 13 frá 9. September til loka nóvember 2017, í félagsaðstöðu Þyts, Strangötu 88 og úti á sjó þegar veður leyfir. Tilkynning um hvað á að taka fyrir verður á töflu í félagsaðstöðunni og skipsstjórafundur eigi síðar en 15 mínútum eftir mætingartíma.
- Æfingatímar með þjálfara fyrir keppnishópa á seglbátum
Æfingartímar fyrir lengra komna sem vilja þjálfa hæfni sína í gegnum keppnisstarf hjá Þyt verður á þriðjudögum kl. 17. Þjálfari er Rebecca Lord. Greiða þarf æfingagjald til að vera með í hópnum.
- Kennslu- og æfingatímar fyrir byrjendur 17 ára og eldri
Kennslu- og æfingatímar fyrir byrjendur 17 ára og eldri á seglkænu og kjölbát verða á fimmtudögum kl.17. Kennari er Rebecca Lord.
- Frjálsir æfingatímar.
Félagar í Þyt 18 ára og eldri geta komið og æft sig úti á sjó þegar verður leyfir á bátum klúbbsins sem þeir hafa lært á, og félagar 17 ára og yngri þegar hægt er að manna gæslubát hæfum skiptstjóra.
Hjálpumst að við að gera Hafnarfjörð að „siglingabænum í hrauninu“.