Opnað hefur verið fyrir skráningu á hin sívinsælu siglinganámskeið Þyts. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2015 og fyrr. Markmiðið er að gefa ungmennum tækifæri til að kynnast sjónum og hvernig við umgöngumst hann á öruggan hátt en einnig að kynna íþróttina siglingar fyrir þátttakendum.
Þátttakendum er kennt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum á sjó, sigla á kayak og seglbátum, fylgja öryggis- og siglingareglum og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiðs gerum við okkur dagamun, hoppum i sjóinn, buslum og endum á grillveislu.
Hvert námskeið er ein vika hálfan daginn frá kl. 9:00 – 12:00 eða frá kl. 13:00 – 16:00. Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn.
Námskeiðsgjaldið er 17.500kr nema vikurnar 10. til 13. júní og 16. til 20. júní 14.000