Stjórn Þyts telur líklegast til árangurs að deila verkefnum meðal félagsmanna sem mest, virkja sérsvið, áhugamál og hæfileika hvers félaga sem best til að styrkja og halda utan um vissa þætti starfsemi klúbbsins.
Því leitum við til ykkar kæru félagsmenn um að skoða hvort sérhæfing ykkar og áhugi geti ekki nýst okkur öllum og bjóða fram ykkar krafta fyrir klúbbinn. Okkur langar að benda á vefsíðu okkar, https://sailing.is/um-thyt/stjorn/ þar sem við höfum listað upp helstu verkefnum og stöðum, þar sem vantar nöfn í eru opin til umsóknar hjá stjórn.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á sailing@sailing.is ef þið hafið áhuga á því að taka að ykkur verkefni eða ábyrgðarstöður hjá klúbbnum.
