Ágæti félagi
Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts verður haldinn í aðstöðu félagsins Strandgötu 88.
Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 2. febrúar klukkan 14:00.
Við biðjum félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í starfi félagsins.
Dagskrá aðalfundar
- Setning fundar.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar lagðir fram áritaðir af skoðunarmönnum.
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
- Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga.
- Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Lagabreytingar.
- Aðrar tillögur sem liggja fyrir fundinum.
- Kosning stjórnar samkvæmt grein 2.4.
- Félagsgjald skal ákveðið.
- Kosnir skoðunarmenn og einn til vara, samkvæmt grein 2.5.
- Kosnir fulltrúar á þing SÍL.
- Önnur mál.
- Fundarslit.