Æfingahópur 10 ára og eldri

Æfingahópurinn eru hugsaður fyrir þá krakka sem komið hafa á siglinganámskeið og vilja auka kunnáttuna enn frekar og stunda siglingar sem keppnisíþrótt undir handleiðslu þjálfara.

Til að stunda æfingar á kænur þarf að greiða félagsgjald og æfingagjald samkvæmt verðskrá félagsins hér á heimasíðunni. (Félagsgjald er innifalið fyrir þá sem hafa verið á sumarnámskeiði hjá Þyt sama ár, og greiðist því einungis æfingargjald fyrir þá aðila)

Æfingar eru tvisvar í viku:

Þriðjudaga: 17:00-21:00

Laugardaga: 10:00-14:00