Siglingar á Kjölbát

Félagar sem greitt hafa félagsgjaldi hafa heimild til að sigla á Kjölbátum félagsins. Ávalt skal vera minnst þrír í áhöfn þar af lágmark einn með Skemmtibátaskírteini eða hærra metið skírteini.

Þeir sem hafa áhuga á að fá markvissari þjálfun sem hæfur háseti á kjölbát eða sem stýrimaður á kjölbát, geta skráð sig á námskeiðið “Hæfur Háseti” á félagavef ÍBH eða á skrifstofu Þyts.
Námskeiðin eru haldin þegar næg þáttaka fæst.

Fyrir þá sem eru að undirbúa að taka skemmtibátapróf til að hafa réttindi til að sigla skútum þá er þetta góður undirbúningur.  Menn hafa fengið að taka verklegt próf á bátum félagsins.
Verð fyrir námskeið er samkvæmt verðskrá hér á heimasíðu Þyts. Áhugasamir geta haft samband á sailing@sailing.is eða sent skilaboð á facebook síðu Þyts.