Kjölbátanámskeið

Mánudaginn 1. júní höldum við næsta kjölbátanámskeið. Um er að ræða tvö námskeið sem haldin eru samtímis. Annars vegar er það námskeiðið “Hæfur háseti” þar sem á sex dögum er farið í allt sem þarf að kunna og æfa til að vera liðtækur áhafnarmeðlimur um borð í Secret26 bátum Þyts. Hitt námskeiðið er sex daga námskeið sem miðar að því að undirbúa þáttakendur fyrir verklegt skemmtibátapróf sem hægt er að taka í framhaldinu á Secre26 báta Þyts. Þáttakendur geta verið fjórir til fimm í heild og er stefnt að því að siglt sé annan hvern dag en það er sveigjanlegt. Þáttökugjald er 40.000kr. Námskeiðið er í heild 28 tímar. Siglt er frá 18 til 22 á virkum dögum en gert er ráð fyrir einni 8 tíma siglingu um helgi þar sem skipulögð og sigld er lengri leið. Frekari upplýsingar fást hjá leiðbeinanda Markúsi Péturssyni í póstfangið Markús.Elvar@gmail.com eða í 841-0457.