Aðalfundur 2021

Ágæti félagi
Aðalfundur Siglingaklúbbsins Þyts verður haldinn sunnudaginn 14. febrúar kl 14. Í samræmi við samkomutakmarkanir og bann við fjölmennum fundum skv. ákvörðun heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að fundarmenn taki eingöngu þátt í fundinum með rafrænum hætti í gegnum forritið Zoom. Athugið að nauðsynlegt verður að auðkenna sig með rafrænni auðkenningu við skráningu inn á fundinn. Nánari upplýsingar um þátttöku í fundinum og leiðbeiningar verða send með tölvupósti til félagsmanna deginum fyrir fund.

Atkvæðisréttur
Þar sem hverju fjölskyldugjaldi fylgir atkvæðkvæðisréttur á aðalfundi þarf að tilkynna hver úr viðkomandi fjölskyldu fer með atkvæðisréttinn. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa ekki atkvæðisrétt en hafa bæði málfrelsi og tillögurétt. Athugið að eingöngu þeir félagsmenn sem skuldlausir voru um síðustu áramót hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Vinsamlegast sendið upplýsingar um handhafa atkvæðisréttar í þinni fjölskyldu á netfangið sailing@sailing.is.


Dagskrá aðalfundar

 1. Setning fundar.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 3. Skýrsla stjórnar.
 4. Reikningar lagðir fram áritaðir af skoðunarmönnum.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
 6. Samþykkt skýrslu stjórnar og reikninga.
 7. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
 8. Lagabreytingar.
 9. Aðrar tillögur sem liggja fyrir fundinum.
 10. Kosning stjórnar samkvæmt grein 2.4.
 11. Félagsgjald skal ákveðið.
 12. Kosnir skoðunarmenn og einn til vara, samkvæmt grein 2.5.
 13. Kosnir fulltrúar á þing ÍBH og SÍL.
 14. Önnur mál.
 15. Fundarslit.